Jólagjafabréfin - Dalíur - Liljur og Bóndarósarvalmúgi!

Jólagjafabréfin - Dalíur - Liljur og Bóndarósarvalmúgi!

Jólagjafabréfin eru lent á síðunni okkar! Sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu - skráðu inn heimilisfang þess sem á að móttaka gjöfina við kaup!

Viðtakandinn fær sendan kassa með laukum og fræjum úr listaverkinu í Hallargarðinum.

Þú ræktar þína eigin flugeldasýningu - eða klippir blómin inn í blómvendi fyrir heimili eða vini.

Jólagjafabréfið er ávísun á vorlaukakassa, í honum eru Dalíur, Liljur og Bóndarósarvalmúgi. Fallegustu dramatískustu blómin!

Nú er einnig hægt að kaupa gjafabréfin og sækja kassana í Rammagerðina í mars.

Haustlaukakassar

Ræktaðu flugelda!

Þetta er svo einfalt! Áður en frystir þá grefur þú holu - 3x dýpt laukanna. Leggur þá niður og mokar yfir. Næsta vor mæta þessir glæsilegu túlipanar og óvenjulegu páskaliljur í garðinn þinn. Fjölært (kemur upp aftur) einfalt, lítil fyrirhöfn , og mikill árangur.

Varstu að fá gjafabréf!?

Ef gjafabréf þá

  1. Athugaðu hvort þú sért með heimsendingu eða eigir að sækja kassann í Rammagerðina.

  2. Við komu með gjafapakkann þinn heim til þín í byrjun mars þegar hnýðin og fræin geta farið í mold.

  3. Við gerum þetta saman! Á þessari vefsíðu munum við hlaða inn upplýsingum um hvernig þú ræktar frá fræi.

  4. Síðasta ár lærðum við ýmis trix af garðyrkjufræðingunum til að blómin standi sig frábærlega í íslenskri veðráttu sem við ætlum að deila með þér- ef við getum ræktað dalíur á Seltjarnarnesi þá getur þú ræktað flugelda heima hjá þér.

    Sumarið byrjar semma hjá okkur !

Að rækta frá hnýði - fræi!

Nú byrjar spennandi kafli; fræ verður flugeldur. Þú leggur dalíu-hnýðin og lauka í potta og fræ í mold. Blómin taka 60-90 daga til að ná fullri stærð í inniræktun í glugga. Svo fara þau út í garð þegar ekki er hætta á næturfrosti. Við munum rækta samhliða þér og setja video með bestu ráðunum til að ná þessum ægifögru blómum á legg með mestri blómgun!

…því við getum bara víst haft ótrúlega falleg exótísk blóm á okkar farsældar Fróni.

Lítið listaverk í þinn garð.

Kveikjan af verkefninu spratt útfrá ástandinu. Hvernig væri hægt að koma listaverki til listunnenda á annan hátt. Með gjafapakkanum munu fylgja upplýsingar um hvernig þú “kóreografar” blómabeð. Verkið “Eldblóm-dansverk fyrir flugelda og flóru” sem var til sýnis í Hallargarðinum opnaði á Listahátíð í Reykjavík. Blómin blómstruðu allt sumarið og voru í fullum blóma til 28 september þegar fyrsta frost bar að garði. Okkur langaði að gefa fólki tækifæri á að rækta sýna eigin flugeldasýningu heima og fá þannig brot af listaverkinu til sín.

Við tókum fræin sjálf af þeim blómum sem voru harðgerðust og stóðu sig best í sumar. Með hjálp garðyrkjufræðinga veljum við áfram þrautseigustu plönturnar sem við erum viss um að standi sig vel í íslenskri veðráttu.