Eldblóm - dansverk sem varð að flugeldasýningu sem varð blómainnsetning sem varð að þremur vörum Eldblóma ilmur, drykkur og ræktanlegir flugeldar.

Eldblóm - dansverk sem varð að flugeldasýningu sem varð blómainnsetning sem varð að þremur vörum Eldblóma ilmur, drykkur og ræktanlegir flugeldar.

Eldblóm framleiðir vörur útfrá hreyfingu. Sigga Soffía er listamaðurinn bak við conseptið en Arnar&Arnar sjá um umbúðahönnun. Eldblóma ilmurinn er samvinnuverkefni milli Eldblóma og Fischer en Eldblóma Elexír er framleiddur af Foss distillery.

Hugsjón fyrirækisins er að koma loftslagsmálefnum inní umræðuna - betra að rækta flugelda en að sprengja þá. Nota einungis pappír, ekkert plast, reynt er að taka út/minnka öll rotvarnar og litarefni. Framleiða vörurnar sem auka á lífsgæði hvort sem það er með garðrækt, samverustundum með börnunum að rækta frá fræi, gleðistund með vinum að drekka fljótandi danssmíðar eða deila dýnamískum eldlblómailmi með maka sínum.

Framleiðsla er á Íslandi - Rabbabarinn og blóðbergið handtínt af samtímadönsurum á sunnanverðum Vestfjörðum. Espiflöt ræktar Chrysanthemum blómið eiturefnalaust frá fræi en það tekur 5 mánuði að fá blómin í framleiðsluna. Drykkurinn og ilmurinn eru framleiddir innanlands.

Við viljum vanda okkur, gera fallega vöru úr bestu hráefnunum - varan er ekki fullkomin en aaaaðeins betri.….og minna fólk á að skemmta sér, vera úti með hendurnar í moldinni og sjá hvað lífið hefur óteljandi skemmtilega möguleika - og hvað þú átt eftir að prófa margt.