Er hægt að rækta flugelda?

blomsetup3.jpg

Eldblóm er hugarverk listamannsins og danshöfundarins Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu.
Fyrir nokkrum árum fann ég, Sigga Soffía, fyrir vaxandi áhuga á blómum og garðrækt. Þessi skyndilegi áhugi var mér hulin ráðgáta þar sem ég hafði áður ekki haft græna fingur. 2017 þegar ég vann að flugeldasýningu í Barcelona (#NorthernNightsbyss á instagram) valdi ég skotkökur fyrir sýninguna sem báru nafnið “Babys Breath” eftir að hafa skotið upp kökunni (sem var allt annað en rólegur andardráttur barns) skoðaði ég bombuna nánar og tók þá eftir öðru heiti “Gypsophila” sem er nafn á blómi, skotkakan hamraði upp á himininn á agressívan hátt nokkurskonar runna af hvítum litlum blómum.

blomsetup4-7.jpg

Þetta blóm er kallað brúðarslör á íslensku.

Eftir þessa uppgötvun prófaði ég að fletta upp nafngiftum flugeldanna af pöntunarlistum sem eru á Japönsku, kínversku, frönsku og spænsku eftir framleiðendum. Í langflestum tilfellum voru nafngiftir flugeldanna eftir blómum eða trjám.  Þetta útskýrði þá áhuga minn á garðrækt, ég var raunverulega að horfa á fyrirmyndir flugeldanna sem ég hef kynnst svo vel síðustu árin. Mig þyrsti í að vita meira og komst loksins yfir biblíu flugelda-hönnuða bókin “Fireworks, art, Science and tecnique eftir Takeo Shimizu. Þar gat ég loksins lesið mér til um upphaf flugeldanna. 

blomsetup4-5.jpg

Japanska orðið yfir flugelda er Hanabi, en samkvæmt bókinni Fireworks þýðir “Hana” eldur “bi” blóm - þeir tala því ekki um flugelda í beinni þýðingu heldur
eldblóm. Árið 1926 hannaði Gisaku Aoki fyrsta eldblómið “Chrysanthemum 
with pistil”. - nánast allir flugeldar sem við íslendingar sprengjum á gamlársdag eru eldblóm, skotið myndar stilk og út springur blóm. Algengustu flugelda-effectar í dag eru blóm og tré af asískum uppruna, blóm sem margir hafa ræktað í mörg ár fyrir 
sumarbeðin.  Þarna fæddist hugmyndin sem tók nokkur ár að móta - get ég ræktað flugeldasýningu?

Úr þessu varð verkið Eldblóm sem er staðsett í Hallargarðinum, 850 mismunandi blóm. Við erum svo hugfangin af þessum gríðarstóru dalium og liljum og í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að blómin myndu dafna jafn vel í íslenskri veðráttu og raun bar vitni. Þessvegna langar okkur að deila þessari fegurð og höfum nú unnið með garðyrkjufræðingi við að prófa ólík afbrigði og velja út það sem gekk best í Reykjavík og veita ykkur mikilvægar upplýsingar um okkar lærdóm og mistök til að sýna ykkur hvernig þið getið gert þetta heima.